Icelandic Meteorological Office

Illviðrishnjúkur

Í gær sást að fallið hafði snjóflóð úr Hestskarðshnjúk líklegast 24/3 með viðhorf í suðvestur. Brotstálið fer eftir fjalsegginni undir kletta á Pallahnjúk og inn allan Skútudal. Flóðið hafði fallið fram af Skútubrúnum niður og yfir Skútuána upp í hlíðina á Hólshyrnu, 50-60 m. Flóðið hafði líka fallið yfir borholu hitaveitunnar, holu 10, sem er syðst og niður í árgilið vestan við. Líklegast er þetta eitt samhangandi flóð. Tók aðra gryfju í Skarðdalsviki með viðhorf í norður; við sögun brotnaði súlan og rann.
English

Siglufjarðarskarð

Athugun á stöðugleika viðvarandi veiks lags, engin nýleg snjóflóðavirkni á svæðinu. Yfirborðshrím greinanlegt á yfirborði en í litlu magni. Veika lagið á 51-63 cm er mun þynnra í hinum enda gryfjunnar Óformlegt stöðugleikapróf í S-vísandi viðhorfi ofan Bungulyftu með heldur þéttari snjóþekju en svipaða lagskiptingu, CT17@40.
English

Oddsskarð

Það voru fleiri lög í þekjunni sem þótti ekki tilefni til að skrá. Mestar áhyggjur hef við af laginu sem endar á 14 cm dýpi. Neðsti hluti snnjóþekjunnar sem er hjarn er eins og lagkaka með mörgum þunnum íslögum inn á milli.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office