Icelandic Meteorological Office

Oddsskarð skíðasvæði

Gott veður og sólskin, heiður himinn. Grófum niður á 50cm en þar var 10-20cm mjög þykkt lag sem ekki var grafið í gegnum. Heildardýptin var 160cm. Nýfallinn snjór ofan á hjarnið en þétt lag á 27-30cm. Á þessum skilum brotnaði við stöðuleikapróf. Rekupróf gaf litlar vísbendingar. Efsta lagið var mjög laus snjór og nokkur hætta á að setja flekaflóð af stað af mannavöldum. Mögulega hafði sólskin áhrif á hitastig við yfirborð, en þar má sjá töluverðan hitastigul.
Íslenska

Burstabrekkudalur

Gryfja tekin undir hlíðum Bassa í Burstabrekkudal. Nýr snjór yfir öllu, sést í staka steina sem standa efst á melum. Töluverður skafrenningur í toppum undan A átt og lítil flóð voru að falla ásamt því að safnaðist í hengjur.
Íslenska

Burstabrekka, e. flóð

Sjá má bletti víðsvegar um dalinn með bláum ís. Snjóþekjan er á köflum þunn á háum melum og börðum. Á ferð um dalinn fóru af stað tvö flóð með fjarbroti í um 300-500 metra fjarlægð. Ekki sáust nýleg flóð utan þessa sem fóru af stað þegar ekið var um dalinn. Tekin skyndigryfja í eins vísandi hlíð örlítið sunnar en flóðin. Stöðugleikapróf gáfu niðurstöðu við miðlungsáraun, en þegar stigið var inn á snjóþekjuna fyrir ofan gryfjustæðið rann snjóþekjan af stað við litla áraun á glæra hjarni. Hitamælir varð straumlaus
Íslenska

Oddsdalur

Komust ekki í gegnum efsta lag með skóflum. Hefðum þurft stunguskóflu til að komast í gegnum ísinn. Komust í gegn með stönginni og var aðeins mýkra fyrir neðan ca 10 cm. Efsta lag getur verið varasamt ef þurr og laus snjór kemur ofan á sem ekki nær að bindast efsta laginu. Örlítil úrkoma í morgun og er hreyfing á þeim snjó sem féll. Töluverður vindur á svæðinu sem hreyfir nýfennið.
Íslenska

Bakkagil

Vestangola með smá ofankomu. Skýjað. Snjópakki er nokkuð þéttur og greinilega vindbarinn. Gerði 2 samþjöppunarpróf. Annað féll ekkert saman en seinna á 23 í 14cm. Við álag myndast hrein brot á ýmsum stöðum. Gryfja var misdjúp og lækur undir hluta hennar. Þegar lokið var við gryfjutöku jókst vindur og snjókoma.
Íslenska

Oddsdalur

Nýsnævi er að finna ofan á þykku hjarni. Nýsnævið hefur skafið og er misþykkt. Þar sem ekki er nýsnævi er þunn skel sem brotnar þegar gengið er ofan á því. Í 8 cm er að finna veikt lag sem gæti brotnað ef mikill snjór kemur ofaná. Þó teljum við veikasta lagið vera í 18 cm, en þar brotnaði fyrst í samþjöppunarprófi.
Íslenska

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office