Icelandic Meteorological Office

Helgill/Nesjavellir

Nokkuð stöðug snjóþekjan á svæðinu, sjáanleg hengjubrot hér og þar í giljum enda einu staðirnir sem var snjór þar sem gras og grjót kom ekki upp úr. Varhugaverðar hengjur og aðstæður í giljunum þar sem skafsnjór síðastliðinn sólahring er ekki með mikla viðloðun við eldri snjóalög. Stöðuleika athugun gaf ECTN26@83 sem gaf sig á gömlu mjög grófkornuðu lagi.
English

Skálafell

Þegar gryfjustæði var valið fór stöngin sumstaðar alveg á kaf (3,2m) Lítill snjór í öðrum viðhorfum, og sá snjór sem sást í öðrum viðhorfum var ísaður.
English

Eldborgargil

Frekar hart færi með örlitlum skafsnjó í dýpstu lægðum. Mjög lítill snjór í austurvísandi hlíðum. Erfiðlega gekk að skoða kristalla undir 20 cm þar sem mikill raki er í snjónum og fraus allt um leið og gryfjan var opnuð. Enginn niðurstaða kom úr samþjöppunarprófi.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office