Icelandic Meteorological Office

Eldborgargil

Lagið 83-85 cm var mjög hagl blandað og skafsnjó sem var talsvert mikil tenging á milli snjókornanna leit út fyrir að vera varhugavert en kom svo í ljós við testin að þetta var mjög vel tengt. Efstu 10 cm þjöppuðust í ECTX testinu en kom þegar ég togaði bara í það lag en við miðlungs álag og rann ekki auðveldlega samt sem áður tel ég það vera varhugaverðasta lagið í prófunum. Heilt yfir búið að skafa úr flestum brekkum og harðfenni þar eftir rigninguna á mánudaginn, talsverð söfnun í norðurvísandi hlíðar í þessari S átt sem er að ganga yfir. vegna veðurs gat ég ekki skoðað kornastærðir.
English

Súlur-Skussi_80

Gryfja tekin í N-vísandi hlíð vegna ríkjandi suðlægra átta undanfarið. Yfirborð snjóþekjunnar einkennist af þéttu vindpökkuðu mannheldu yfirborði með svelluðu yfirborði á stöku stöðum. Veikleikar snjóþekjunnar eru facettur milli ís og hjarnlaga undir 100 cm. Eru með nokkuð góða samloðun en vel brúaðir af annarsvegar þéttum foksnævislögum ofantil í snjóþekjunni og hins vegar sterku ís/hjarnyfirborði á um 100 cm dýpi.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office