Icelandic Meteorological Office

Hlfj-Sudurbolli_930

Athugun á hvort viðvarandi veikt lag, grafið yfirborðshrím og/eða kantkristallar, fyrirfinnast á hjarnyfirborði hlémegin. Athugun sérstaklega mtt fyrirhugaðrar snjókomu og kulda næstu daga og þannig væntanlegrar flekamyndunnar.
English

Neskaupstadur

Gryfja tekin í Kúahjalla ofan við Neskaupstað. Mjög kalt í veðri en stillt. Enginn vindur í morgunsárið. Snjór nær almennt til sjávar en þúfur og grasbalar standa enn uppúr í fjalli. Snjór er nokkuð þéttur, þurr og vel bundinn. Um er að ræða tvö lög. Örlítill munur er á þéttleika efsta lags miðað við neðra, en við skóflupróf kom stundum brot milli þessara laga. Hef litlar áhyggjur af snjólögum eins og staðan er í dag.
English

Mannshryggur_105

Gryfja tekin á lýsandi stað vegna snjóflóðs sem gangandi skíðamaður lenti í fyrr um daginn. Staðsetning flóðsins er við miðjan Sneyðingin sem liggur uppá Mannshrygg. Gryfjan er tekin um 50 m neðar í hæð og örlítið norðar og í SA-vísandi hlíð í stað A-vísandi sem upptök flóðsins voru í. ECTS sýnir collaps virkni á #13 þar sem brot proppageitar 60/90 cm
English

Hvilft ofan Eldborgarg

Snjóþekjan samanringd og gegnumfrosin, íslinsur og grófir stórir MFpc á milli, efst var meira los á kristöllum, væntanlega vegna áhrifa sólar og hita sem hefur verið. Á 74 cm dýpi var þykkt íslag sem stemmir við rennslisflöt sem flóðið féll á 2022.04.13. Engar niðurstöður komu í testum CTN. Talsvert um togsprungur efst í hengjum allstaðar á svæðinu en það er sjáanlegt að mjög mikill snjór er í vesturvísandi hlíðum eftir langvarandi óveður úr austuráttum og má gera ráð fyrir flóðum úr þessum hengjum þegar það koma öflugir hlákukaflar.
English

Oddskard

Snjógryfja var tekin í meiri hæð en oftast áður á Oddsskarði. Léttur vindur af norðaustri og alskýjað. Engin ofankoma. Frost um 7 stig. 17 gráðu halli og gryfja vísaði í SE. Sá litli snjór sem kom um helgina virðist hafa sest í gil og dældir. Óverulegt magn, varla mælanlegt samt. Dýpt gryfju voru 2 metrar niður á fast. Efstu 38cm er mjög þéttur (K) en sjáanleg skil í pakkanum. Neðan vð 38cm var rakari snjór en og hitastigið í 0 gráðum. Mokaði ekki neðar en 50cm og miðað við stikuna þá virtist allt vera eins að þéttleika fyrir neðan. Hef litlar áhyggjur af þessum snjó.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office