Icelandic Meteorological Office

Öxnadh-Heiðarfjall_580

Athugun á viðvarandi veiku lagi inntil landsins og hæð þess. Viðvarandi veikt lag ekki vandamál sbr hæðarmörk í spám undanfarnar vikur. Flekamót vindfleka sýna CT svörun en ekki svörun í ECT. Prófíll tekinn í lýsandi snjóaðstæðum f sambærilega hæð vestantil á spásvæðinu v innanverðan Eyjafjörð. Nálægar stikkprufur endurspegla gryfju.
English

Klettahnjúkur

40-70cm þykkir vindflekar í öllum viðhorfum í Skarðdalnum, þegar gengið var eftir snjónum frá troðaranum við endastöð T-Lyftunar heyrðist mikið vúmp-hljóð sem leiddi upp í Skarðdalsvikið og inn dalinn í austur . Gekk ca 100m upp hrygg sem stendur upp úr snjónum og stakk niður skófluni í snjóinn þar utan við og heyrði þá aftur vúmp-hljóð.
English

SVeldbakki

Bæði í samþjöpunarprófi og í útvíkkuðu testi kom niðurstaða á 30 cm dýpi en rann ekki af stað af sjálfsdáðum, í útvíkkaða testinu fór stöpulinn niður við jörð þegar ýtt var við honum. Heilt yfir frekar stöðugt en varhugavert í skálum þar sem náð hefur að safnast snjór sér í lagi í Austurvísandi viðhorfum. Allmennt frekar lítill snjór og grunnt á grjót, flestir hryggir auðir.
English

Eldborgargil/Hábúnga

Lítil snjósöfnun almennt í Bláfjöllum. Hefur greinilega skafið mikið og er því bert á melum en safnast í lægðir og hvilftir. Það sást á nokrum stöðum í viku gamlan frostinn snjó en hann var áberandi ofarlega í fjallinu. í ECT testi kom brot undir skóflu í @13 en fór eftir stöplinum í @21 en rann ekki að sjálfdáðum. í sögunnar testinu ellti ég 45 cm skilinn sem mér sýndist vera varhugaverðust. Sagaði 80 cm upp áður en stöpullinn hreyfðist en rann ekki.
English

Hlfj-Reith/Suðd_740

Brotstálsgryfja í víðfemnu brotstáli st#3,5. Flóð féll í Suðurdal og tunga nær langt niður á “Sléttuna”. Tunga frussast að hluta til uppá N-bakka Suðurdals, þ.e. suðurhluta Reithóla. Tvískiptur fleki ca 55 cm þykkur - nýsnævi ofantil en vindborin snjór neðan til. Veikt lag samanstendur að mestu af kantkristöllum en stöku yfirborðshrím er sýnilegt. Rennslisflötur á ca 65 cm dýpi.
English

Hlfj-Strýtubolli_700

Athugun á samloðun stormfleka sem hefur verið að þróast síðan 18.12 við undirliggjandi viðvarandi veikt lag sem hefur viðhaldist og verið að þróast síðan í byrjun des. Samanburðargryfja við gryfju AC síðan 17.12 sl. Brotflötur á 27 cm dýpi á blandlagi af hagli og nýsnævi. Við tog brotnaði stöpull einnig um kantkristallalag á mörkum hjarns og foksnævis. ECTS í aðliggjandi SA-vísandi hlíð, ögn áveðursmegin, þar sem 90 cm eru niður á hjarnflöt með ofanáliggjandi kantrkistöllum gáfu ECTX en með áberandi sléttum brotfleti við tog. Ekki varð vart við wúmpf, holflhljóð eða sprungumyndar í
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office