Icelandic Meteorological Office

Oddskard

Snjógryfja var tekin í meiri hæð en oftast áður á Oddsskarði. Léttur vindur af norðaustri og alskýjað. Engin ofankoma. Frost um 7 stig. 17 gráðu halli og gryfja vísaði í SE. Sá litli snjór sem kom um helgina virðist hafa sest í gil og dældir. Óverulegt magn, varla mælanlegt samt. Dýpt gryfju voru 2 metrar niður á fast. Efstu 38cm er mjög þéttur (K) en sjáanleg skil í pakkanum. Neðan vð 38cm var rakari snjór en og hitastigið í 0 gráðum. Mokaði ekki neðar en 50cm og miðað við stikuna þá virtist allt vera eins að þéttleika fyrir neðan. Hef litlar áhyggjur af þessum snjó.
English

Eldborgargil

Lagið 83-85 cm var mjög hagl blandað og skafsnjó sem var talsvert mikil tenging á milli snjókornanna leit út fyrir að vera varhugavert en kom svo í ljós við testin að þetta var mjög vel tengt. Efstu 10 cm þjöppuðust í ECTX testinu en kom þegar ég togaði bara í það lag en við miðlungs álag og rann ekki auðveldlega samt sem áður tel ég það vera varhugaverðasta lagið í prófunum. Heilt yfir búið að skafa úr flestum brekkum og harðfenni þar eftir rigninguna á mánudaginn, talsverð söfnun í norðurvísandi hlíðar í þessari S átt sem er að ganga yfir. vegna veðurs gat ég ekki skoðað kornastærðir.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office