Icelandic Meteorological Office

Klettahnjúkur

40-70cm þykkir vindflekar í öllum viðhorfum í Skarðdalnum, þegar gengið var eftir snjónum frá troðaranum við endastöð T-Lyftunar heyrðist mikið vúmp-hljóð sem leiddi upp í Skarðdalsvikið og inn dalinn í austur . Gekk ca 100m upp hrygg sem stendur upp úr snjónum og stakk niður skófluni í snjóinn þar utan við og heyrði þá aftur vúmp-hljóð.
English

SVeldbakki

Bæði í samþjöpunarprófi og í útvíkkuðu testi kom niðurstaða á 30 cm dýpi en rann ekki af stað af sjálfsdáðum, í útvíkkaða testinu fór stöpulinn niður við jörð þegar ýtt var við honum. Heilt yfir frekar stöðugt en varhugavert í skálum þar sem náð hefur að safnast snjór sér í lagi í Austurvísandi viðhorfum. Allmennt frekar lítill snjór og grunnt á grjót, flestir hryggir auðir.
English

Eldborgargil/Hábúnga

Lítil snjósöfnun almennt í Bláfjöllum. Hefur greinilega skafið mikið og er því bert á melum en safnast í lægðir og hvilftir. Það sást á nokrum stöðum í viku gamlan frostinn snjó en hann var áberandi ofarlega í fjallinu. í ECT testi kom brot undir skóflu í @13 en fór eftir stöplinum í @21 en rann ekki að sjálfdáðum. í sögunnar testinu ellti ég 45 cm skilinn sem mér sýndist vera varhugaverðust. Sagaði 80 cm upp áður en stöpullinn hreyfðist en rann ekki.
English

Neskaupstadur

Gryfja tekin í Kúahjalla ofan við Neskaupstað. Mjög kalt í veðri en stillt. Enginn vindur í morgunsárið. Snjór nær almennt til sjávar en þúfur og grasbalar standa enn uppúr í fjalli. Snjór er nokkuð þéttur, þurr og vel bundinn. Um er að ræða tvö lög. Örlítill munur er á þéttleika efsta lags miðað við neðra, en við skóflupróf kom stundum brot milli þessara laga. Hef litlar áhyggjur af snjólögum eins og staðan er í dag.
English

Hvilft ofan Eldborgarg

Snjóþekjan samanringd og gegnumfrosin, íslinsur og grófir stórir MFpc á milli, efst var meira los á kristöllum, væntanlega vegna áhrifa sólar og hita sem hefur verið. Á 74 cm dýpi var þykkt íslag sem stemmir við rennslisflöt sem flóðið féll á 2022.04.13. Engar niðurstöður komu í testum CTN. Talsvert um togsprungur efst í hengjum allstaðar á svæðinu en það er sjáanlegt að mjög mikill snjór er í vesturvísandi hlíðum eftir langvarandi óveður úr austuráttum og má gera ráð fyrir flóðum úr þessum hengjum þegar það koma öflugir hlákukaflar.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office