Icelandic Meteorological Office

Neskaupstadur

Töluvert frost og heiðskír himinn. Við göngu að gryfju var snjór mjúkur, allt að 30-50 cm spordýpt. Púðursnjór frá síðustu viku. Snjór alveg þurr og engin skel ofan á. Gryfja var í 280 m hæð rétt utan og ofan við Hjallaskóg ofan bæjar. Ekkert brot í snjó, hvorki við göngu né samþjöppunarpróf. Snjór virðist stöðugur.
English

N-við Strengsgil

Neðar í hlíðinni gaf samþjöppunarpróf brot við sögun niðri við jörð en þar brotnaði á djúphrími, sverir kristallar. Snjór að safnast í gil undan norðan kalda og éljum með viðhorf í suður og suðaustur. Ekki er mikill snjór ofan við bæinn 60-80 cm. Þíðuskelin nær upp í 500m/h.
English

Pages

Subscribe to RSS - Icelandic Meteorological Office